Djúphreinsun Holistic


Þriggja mánaða hreinsun þar sem við hreinsum hvert einasta líkamskerfi. Þar á meðal undirliggjandi sýkingar og ójafnvægi líkt og Candida sveppasýkingu & annað örveruójafnvægi.

Einnig felst hreinsunin í því að styðja við hreinsun lifrinnar því hún er eitt aðal hreinsunarlíffæri líkamans sem losar okkur við eiturefni nútímans, við hreinsum blóðrásakerfið, nýrun, húðina, lungun og endurnýjum frumur líkamans. Ásamt því að endurstilla hugarfarið og auka vellíðan, bæði andlega og líkamlega.



ÓLÍKT ÖLLUM ÖÐRUM HREINSUNUM
Djúphreinsun Holistic er ekki eins og hver önnur hreinsun. Við erum ekki einungis að djúphreinsa líkamann og líffærin, heldur einnig hugarfarið, neikvæð hugsanamynstur, slæma ávana & andlegt ójafnvægi almennt. Við vinnum í því að endurforrita heilann til þess að bæta lífsgæðin og búa til nýja ávana sem styðja við nýtt og betra líf.

Andleg vellíðan, gott hugarfar, núvitund, gildi, tilgangur og annað slíkt eru ekki síður mikilvægir þættir í að bæta heilsu líkamans. Bæði andlegt og líkamlegt jafnvægi er lykillinn að sannri vellíðan.

Ath. þessi hreinsun snýst ekki um að svelta líkamann eða borða minna en við þurfum, langt í frá! Frekar leggjum við áhersla á hámörkun næringarefna – borða fullnægjandi magn af næringarþéttri fæðu til þess að styrkja ónæmiskerfið, minnka bólgur, fjarlægja undirliggjandi sýkingar og vinna á móti slæmum bakteríum í þörmunum.

Tengir þú við eftirfarandi einkenni?

  • Heilaþoka
  • Sykurlöngun
  • Þunglyndi & kvíði
  • Uppþemba eða magaverkir
  • Hægðaregða eða niðurgangur
  • Loftmyndun
  • Húðvandamál (exem/psoriasis/bólur)
  • Sýklalyfjanotkun
  • Notkun á getnaðarvarnarpillunni
  • Húðvandamál (exem/psoriasis/bólur)
  • Þreyta / orkuleysi
  • Svefnleysi
  • Sveppasýking í kynfærum
  • Sýking í ennis- og kinnholum
  • Bakflæði (brjóstsviði / slímmyndun)
  • Vefjagigt
  • Vanvirkur skjaldkirtill
  • Tíðir hausverkir
  • Umfram líkamsfita sem fer ekki sama hvað ég reyni
  • Epstein–Barr veira


Candida Ofvöxtur er oft rótin af einkennunum sem við sjáum hér fyrir ofan. Mjög stór hluti einstaklinga í nútímasamfélagi glíma við Candida ofvöxt án þess að gera sér grein fyrir því. Einkennin eru mjög falin og fólk er oft byrjað að vera samdauna því heilsuleysi sem það glímir við og tengir því ekki endilega við Candida ofvöxt.

TAKTU CANDIDA SJÁLFSPRÓFIÐ HÉR

 

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM DJÚPHREINSUN MÁ SJÁ Á HEIMASÍÐU HOLISTIC HÉR