Ath. Í Djúphreinsun Holistic tökum við inn 6 mismunandi tegundir af bætiefnum sem innihalda tugi jurta til þess að styðja við hreinsun, styrkja ónæmiskerfið og efla heilsuna. Ef þú ert með óþol/ofnæmi fyrir einhverjum jurtum eða ert á lyfjum sem má t.d. ekki blanda saman við greipaldin þá bið ég þig um að fara vel yfir innihaldslýsingarnar. Sjá innihaldslýsingu & nánari upplýsingar um bætiefnin hér.
Ath. Ef þú þolir ekki greipaldin eða hnetur, vinsamlegast hafðu samband við mig. Ég býð upp á önnur bætiefni sem hægt er að nota í staðinn á meðan á hreinsuninni stendur.
Á hreinsuninni tökum við inn eftirfarandi bætiefni:
2 x ParaNix
1 x Candida Support
1 x Internal Sweep trefjar
1 x Gut Mate (góðgerlar)
1 x Klenz Tea (hreinsandi te)
1 x Liver Support & Detox (stuðningur fyrir lifrina)
Athugaðu að bætiefnin eru notuð samkvæmt sérstöku skipulagi til að ná fullnægjandi árangri. Þau eru tekin í ákveðinni röð, á ákveðnum tíma dags, í nákvæmu magni og yfir tiltekinn tíma. Ég útvega þátttakendum nákvæmt “protocol” eða áætlun um notkun bætiefnanna sem við fylgjum á meðan á hreinsuninni stendur. Tilviljanakennd notkun bætiefnanna án þess að fylgja þessari áætlun mun ekki skila fullnægjandi árangri.
Hægt er að staðgreiða eða raðgreiða bætiefnin. Sjá dæmi um raðgreiðslu í myndum.
Sjá raðgreiðslu nánar í greiðsluferli.